Stóns blása til stórtónleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 11:46 Stóns ásamt vinum og samstarfsmönnum. Heiðurssveitin Stóns blæs til stórtónleika bæði sunnan og norðan heiða í október. Sveitin kemur fram í Háskólabíói laugardaginn 4. október og í Hofi á Akureyri föstudaginn 10. október. Stóns var stofnuð á síðasta áratug með það fyrir augum að gera tónlist risarokkaranna í Rolling Stones hátt undir höfði, en hefur legið í dvala undanfarið. Sveitin hlaut athygli fyrir færni og líflega sviðsframkomu en það er trommuleikarinn Björn Stefánsson, kenndur við Mínus, sem fer fyrir sveitinni með hljóðnema í hönd. Í tilkynningu segir að tónleikar Stóns séu annað og meira en hefðbundnir heiðurstónleikar og haft hafi verið á orði að upplifunin sé líkt því að ferðast aftur í tímann. Miðaverð er 5.990 krónur og hefst miðasala stundvíslega á hádegi fimmtudaginn 1. maí á Miða.is. Stóns skipa: Björn Stefánsson (Mínus) – söngur Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – gítar Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – píanó Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – bassi Frosti Runólfsson (Legend) – trommur Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brenndandi áhuga á Rolling Stones, efni þeirra og sögu. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Heiðurssveitin Stóns blæs til stórtónleika bæði sunnan og norðan heiða í október. Sveitin kemur fram í Háskólabíói laugardaginn 4. október og í Hofi á Akureyri föstudaginn 10. október. Stóns var stofnuð á síðasta áratug með það fyrir augum að gera tónlist risarokkaranna í Rolling Stones hátt undir höfði, en hefur legið í dvala undanfarið. Sveitin hlaut athygli fyrir færni og líflega sviðsframkomu en það er trommuleikarinn Björn Stefánsson, kenndur við Mínus, sem fer fyrir sveitinni með hljóðnema í hönd. Í tilkynningu segir að tónleikar Stóns séu annað og meira en hefðbundnir heiðurstónleikar og haft hafi verið á orði að upplifunin sé líkt því að ferðast aftur í tímann. Miðaverð er 5.990 krónur og hefst miðasala stundvíslega á hádegi fimmtudaginn 1. maí á Miða.is. Stóns skipa: Björn Stefánsson (Mínus) – söngur Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – gítar Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – píanó Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – bassi Frosti Runólfsson (Legend) – trommur Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brenndandi áhuga á Rolling Stones, efni þeirra og sögu.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira