Stóns blása til stórtónleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 11:46 Stóns ásamt vinum og samstarfsmönnum. Heiðurssveitin Stóns blæs til stórtónleika bæði sunnan og norðan heiða í október. Sveitin kemur fram í Háskólabíói laugardaginn 4. október og í Hofi á Akureyri föstudaginn 10. október. Stóns var stofnuð á síðasta áratug með það fyrir augum að gera tónlist risarokkaranna í Rolling Stones hátt undir höfði, en hefur legið í dvala undanfarið. Sveitin hlaut athygli fyrir færni og líflega sviðsframkomu en það er trommuleikarinn Björn Stefánsson, kenndur við Mínus, sem fer fyrir sveitinni með hljóðnema í hönd. Í tilkynningu segir að tónleikar Stóns séu annað og meira en hefðbundnir heiðurstónleikar og haft hafi verið á orði að upplifunin sé líkt því að ferðast aftur í tímann. Miðaverð er 5.990 krónur og hefst miðasala stundvíslega á hádegi fimmtudaginn 1. maí á Miða.is. Stóns skipa: Björn Stefánsson (Mínus) – söngur Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – gítar Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – píanó Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – bassi Frosti Runólfsson (Legend) – trommur Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brenndandi áhuga á Rolling Stones, efni þeirra og sögu. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Heiðurssveitin Stóns blæs til stórtónleika bæði sunnan og norðan heiða í október. Sveitin kemur fram í Háskólabíói laugardaginn 4. október og í Hofi á Akureyri föstudaginn 10. október. Stóns var stofnuð á síðasta áratug með það fyrir augum að gera tónlist risarokkaranna í Rolling Stones hátt undir höfði, en hefur legið í dvala undanfarið. Sveitin hlaut athygli fyrir færni og líflega sviðsframkomu en það er trommuleikarinn Björn Stefánsson, kenndur við Mínus, sem fer fyrir sveitinni með hljóðnema í hönd. Í tilkynningu segir að tónleikar Stóns séu annað og meira en hefðbundnir heiðurstónleikar og haft hafi verið á orði að upplifunin sé líkt því að ferðast aftur í tímann. Miðaverð er 5.990 krónur og hefst miðasala stundvíslega á hádegi fimmtudaginn 1. maí á Miða.is. Stóns skipa: Björn Stefánsson (Mínus) – söngur Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – gítar Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – píanó Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – bassi Frosti Runólfsson (Legend) – trommur Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brenndandi áhuga á Rolling Stones, efni þeirra og sögu.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“