Innlent

Ekki fleiri hótel í miðborginni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík vill horfa til annarra hverfa en miðborgarinnar varðandi hóteluppbyggingu á næstu árum.

„Nú eru á áætlun 1.100 ný herbergi fyrst og fremst miðsvæðið og við höfum stutt mörg þeirra meðal annars í gegnum skipulag. Það er vegna þess að ef það eru ekki byggð hótelherbergi þá skapast þrýstingur á leigumarkað.

Ferðaþjónustan borar sig þá inn í íbúðahverfin sem eru miðsvæðis. Þess vegna þurfum við að byggja hótel. En ég gaf líka mjög skýra yfirlýsingu um daginn að mér finnst nóg komið að hóteluppbyggingu í miðborginni.

Við stöndum með þeim verkefnum sem eru komin á dagskrá en nú viljum við beina næstu bylgju inn á önnur svæði. Við erum í því samhengi að horfa á svæði í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel.

Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, að búa til skemmtileg umhverfi í kringum þessi svæði.

 Við eigum að nýta fjárfestinguna sem fylgir ferðaþjónustunni til hagsbóta fyrir íbúa. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.