„Við vorum bara að framfylgja hans vilja" Hrund Þórsdóttir skrifar 8. apríl 2014 20:00 Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Eins og Stöð 2 og Vísir hafa sagt frá áður liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa gjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Markmiðið er að fjölga gjöfum en í nýju áliti velferðarnefndar er lagst gegn hugmyndinni. „Breyting á löggjöfinni ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum frumvarpsins, það er að fjölga líffæragjöfum úr látnum einstaklingum. Það sanna dæmi frá öðrum löndum,“ segir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður velferðarnefndar og flutningsmaður nefndarálitsins. „Það þarf miklu meira að fylgja með svo við náum þessu markmiði og við leggjum áherslu á að það náist með aukinni fræðslu, upplýsingu, þjálfun og svo framvegis.“ Nefndin styður hins vegar tillögu aðstandenda Skarphéðins Andra Kristjánssonar, sem lést í bílslysi í janúar en bjargaði fimm mannslífum með líffæragjöf sinni, um að 29. janúar verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2. Foreldrar hans vilja opna umræðu um líffæragjafir. „Við vitum aldrei hvenær eitthvað kemur fyrir en þá er ofboðslega gott að vera með þetta á hreinu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra. Hvernig er ykkar reynsla af þessu líffæragjafarferli? „Mjög góð,“ segir Steinunn og faðir Skarphéðins Andra, Kristján Ingólfsson, tekur undir. „Þetta er bara ljós í myrkrinu, maður hefur þarna smá ljós á móti öllu myrkrinu.“ Þannig að það hefur ekki verið erfitt fyrir ykkur að taka þessi skref? „Nei, ekki fyrst hann var búinn að taka ákvörðunina sjálfur,“ segir Steinunn. „Við vorum bara að framfylgja hans vilja,“ bætir Kristján við. Þau hvetja loks alla til að ræða líffæragjafir opinskátt við fólk í sínu umhverfi. „Og taka afstöðu, hver sem hún er,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert. 6. febrúar 2014 20:00
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00