Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Hrund Þórsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 20:00 Ágúst Ólafur Ágústsson segir krafið svar, þar sem afstaða til líffæragjafa yrði skráð í ökuskírteini, hentuga leið til að fjölga líffæragjöfum. Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00