Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Hrund Þórsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 20:00 Ágúst Ólafur Ágústsson segir krafið svar, þar sem afstaða til líffæragjafa yrði skráð í ökuskírteini, hentuga leið til að fjölga líffæragjöfum. Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00