Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu Hrund Þórsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 20:00 Ágúst Ólafur Ágústsson segir krafið svar, þar sem afstaða til líffæragjafa yrði skráð í ökuskírteini, hentuga leið til að fjölga líffæragjöfum. Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Eins og við höfum sagt frá liggur fyrir Alþingi frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Aðstandendur hafa þó lokaorðið. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum. „Eins og að halda skrá yfir þá sem vilja gefa sín líffæri. Það hefur reyndar ekki gefist sérstaklega vel til þessa í öðrum löndum,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Engin slík skrá er til á Íslandi en önnur leið sem hægt væri að fara væri að taka upp svokallað krafið svar, en þá yrði fólk krafið svara um hvort það vildi gerast líffæragjafar eftir andlát sitt, til dæmis í skattframtali eða hjá heimilislækni. Í umsögn sinni um ætlað samþykki í fyrra sagði velferðarnefnd ófært annað en að þessi leið yrði könnuð en þó skilaði embætti landlæknis jákvæðri umsögn um ætlað samþykki, án þess að skoða þennan möguleika. Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu um að fólk yrði krafið svara og þau skráð í ökuskírteini. Hann segir að þannig yrði sjálfsákvörðunarréttur tryggður og að þetta væri mun mildari leið en ætlað samþykki. „Með þessu fáum við fólk til að velta þessu fyrir sér því ég held að það sé hluti af vandanum. Að sama skapi setjum við ættingja ekki í þá stöðu að þurfa að taka þessa erfiðu ákvörðun á sorgarstundu,“ segir Ágúst. Þessi leið krefst góðrar upplýsingagjafar en Ágúst segir að svona yrði afstaða fólks aðgengileg. Þá gæti þetta verið heppileg leið þar sem oft eru það látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar. Evrópulöggjöf heimilar skráningu innlendra viðbótarupplýsinga í ökuskírteini. „Aðalatriði í mínum huga er að tryggja að fólk velti þessu fyrir sér og að fleiri ákveði í kjölfarið á því, að gerast líffæragjafar,“ segir Ágúst.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00