Segir bæinn óttast að sundlaugargestir horfi frítt á leiki ÍA Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2014 11:20 Jón Pálmi vill grindverkið burt, svo hægt sé að horfa út á Faxaflóann þegar setið er í heitu pottunum. Vísir/aðsent Áhugasamur íbúi á Akranesi lagði fram hugmynd sína, um að taka niður girðingu við sundlaugina í bænum og setja í staðinn plexígler, til Framkvæmdaráðs Akraness. Þetta þykir góð hugmynd, sundlaugargestir myndu fá útsýni yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið. Í svari frá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness kemur meðal annars fram að vandræði skapist þegar knattspyrnuleikir fari fram hjá ÍA „Einn af stóru annmörkunum, segja þeir mér, er að sundlaugargestir horfa á leiki ÍA frítt. Þetta óttast bæjaryfirvöld," segir Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur og fyrrum bæjarritari Akraness. Einnig óttast yfirvöld á Akranesi að fuglar muni fljúga á glerið.„Má muna sinn fífil fegurri“ Jón Pálmi segir það hafa tekið talsverðan tíma að leggja fá svar frá bænum. „Þeir voru um sex vikur að svara mér og eiga enn eftir að meta kostnaðinn við hugmynd mína,“ segir Jón Pálmi sem fékk svarið í gærkvöldi en lagði spurninguna inn þann 13. febrúar. „Hugmyndin gengur út á að laga þetta svæði sem er komið til ára sinna. Mér og mörgum öðrum finnst vanta upp á að bæta útlit sundlaugarsvæðisins sem má muna sinn fífil fegurri. Umhverfis svæðið er stórt grindverk sem skyggir á sólina þegar setið er í heitu pottunum á morgnanna. Mér fannst því hugmyndin góð að setja upp plexígler, til þess að hægt sé að njóta sólarinnar og fallegs útsýnis yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið,“ segir Jón Pálmi. Hugmyndin þarf ekki að vera svo dýr, heldur Jón Pálmi. „Það ætti að vera hægt að nýta burðarrammana í grindverkinu og sett gler á milli.“Fuglar, kappleikir og auglýsingaspjöld Svarið sem Jón Pálmi fékk frá Sigurði Páli Haraldssyni, framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness, hljóðar svo: „Kosturinn er eins og þú segir aukið útsýni sem myndi án efa bæta upplifun þeirra sem fara í sund hverju sinni. Sýnist að hægt væri að nýta núverandi burðarramma þar sem hægt væri að setja plexigler eða sértækt gler til að auka útsýni. Þessi hugmynd hefur verið í umræðunni og stendur til að kostnaðarmeta hana. Bent hefur hinsvegar verið á þá annmarka sem eru þegar leikir eru á vellinum, auglýsingaspjöldin eins og þú bendir á og eins það að fuglar séu gjarnir á að fljúga á svona veggi.“ Auglýsingaspjöldin sem Sigurður talar um í svarinu, eru spjöld sem sunddeild ÍA hefur komið upp og eru hluti af fjáröflun deildarinnar. „Byrjað á vitlausum enda“ Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var rætt að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Jóni Pálma þykir hugmyndin góð, en byrjað sé á vitlausum enda. „Ég held að það hefði verið betra að nota þann pening sem þessi lenging á opnunartíma kostar til þess að lappa upp á sundlaugagarðinn og gera svæðið fallegra. Ég hef rætt við hluta af starfsfólkinu sem er sammála þessu og skilst að það hafi lagt það til við bæjaryfirvöld,“ segir Jón Pálmi. Hugmynd Jóns Pálma er enn í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann bíður eftir mati á kostnaði við verkefnið. Blaðamaður hafði samband við Sigurð vegna málsins, en hann vildi ekki tjá sig um málið opinberlega. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Áhugasamur íbúi á Akranesi lagði fram hugmynd sína, um að taka niður girðingu við sundlaugina í bænum og setja í staðinn plexígler, til Framkvæmdaráðs Akraness. Þetta þykir góð hugmynd, sundlaugargestir myndu fá útsýni yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið. Í svari frá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness kemur meðal annars fram að vandræði skapist þegar knattspyrnuleikir fari fram hjá ÍA „Einn af stóru annmörkunum, segja þeir mér, er að sundlaugargestir horfa á leiki ÍA frítt. Þetta óttast bæjaryfirvöld," segir Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur og fyrrum bæjarritari Akraness. Einnig óttast yfirvöld á Akranesi að fuglar muni fljúga á glerið.„Má muna sinn fífil fegurri“ Jón Pálmi segir það hafa tekið talsverðan tíma að leggja fá svar frá bænum. „Þeir voru um sex vikur að svara mér og eiga enn eftir að meta kostnaðinn við hugmynd mína,“ segir Jón Pálmi sem fékk svarið í gærkvöldi en lagði spurninguna inn þann 13. febrúar. „Hugmyndin gengur út á að laga þetta svæði sem er komið til ára sinna. Mér og mörgum öðrum finnst vanta upp á að bæta útlit sundlaugarsvæðisins sem má muna sinn fífil fegurri. Umhverfis svæðið er stórt grindverk sem skyggir á sólina þegar setið er í heitu pottunum á morgnanna. Mér fannst því hugmyndin góð að setja upp plexígler, til þess að hægt sé að njóta sólarinnar og fallegs útsýnis yfir Faxaflóann og íþróttasvæðið,“ segir Jón Pálmi. Hugmyndin þarf ekki að vera svo dýr, heldur Jón Pálmi. „Það ætti að vera hægt að nýta burðarrammana í grindverkinu og sett gler á milli.“Fuglar, kappleikir og auglýsingaspjöld Svarið sem Jón Pálmi fékk frá Sigurði Páli Haraldssyni, framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraness, hljóðar svo: „Kosturinn er eins og þú segir aukið útsýni sem myndi án efa bæta upplifun þeirra sem fara í sund hverju sinni. Sýnist að hægt væri að nýta núverandi burðarramma þar sem hægt væri að setja plexigler eða sértækt gler til að auka útsýni. Þessi hugmynd hefur verið í umræðunni og stendur til að kostnaðarmeta hana. Bent hefur hinsvegar verið á þá annmarka sem eru þegar leikir eru á vellinum, auglýsingaspjöldin eins og þú bendir á og eins það að fuglar séu gjarnir á að fljúga á svona veggi.“ Auglýsingaspjöldin sem Sigurður talar um í svarinu, eru spjöld sem sunddeild ÍA hefur komið upp og eru hluti af fjáröflun deildarinnar. „Byrjað á vitlausum enda“ Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var rætt að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Jóni Pálma þykir hugmyndin góð, en byrjað sé á vitlausum enda. „Ég held að það hefði verið betra að nota þann pening sem þessi lenging á opnunartíma kostar til þess að lappa upp á sundlaugagarðinn og gera svæðið fallegra. Ég hef rætt við hluta af starfsfólkinu sem er sammála þessu og skilst að það hafi lagt það til við bæjaryfirvöld,“ segir Jón Pálmi. Hugmynd Jóns Pálma er enn í skoðun hjá bæjaryfirvöldum. Hann bíður eftir mati á kostnaði við verkefnið. Blaðamaður hafði samband við Sigurð vegna málsins, en hann vildi ekki tjá sig um málið opinberlega.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira