Innlent

„Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Að sjálfsögðu á ekki að taka skatt af þessu. Það á að banna þetta og loka þessu,“ segir Ögmundur Jónasson.
"Að sjálfsögðu á ekki að taka skatt af þessu. Það á að banna þetta og loka þessu,“ segir Ögmundur Jónasson. vísir/gva
„Skattleggurðu þjófnað? Það sem er að eiga sér stað við Geysi er þjófnaður,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ögmundur segist ekki styðja ákvörðun landeigenda að hefja gjaldtöku inn á hverasvæðið við Geysi og var mjög gagnrýninn á ákvörðun þeirra.

Gjaldtaka inn á hverasvæðið við Geysi hófst í síðustu viku en landeigendur innheimta gjald þrátt fyrir að ríkið hafi höfðað mál vegna gjaldtökunnar. Þó ríkir óvissa um hvort innheimta beri virðisaukaskatt þegar selt er inn á ferðamannastaði.

„Að sjálfsögðu á ekki að taka skatt af þessu. Það á að banna þetta og loka þessu. Hér er verið að fella réttarríkið með því að láta menn komast upp með þetta,“ sagði Ögmundur jafnframt.

Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði um að fjölgun ferðamanna væri möguleg ástæða gjaldtökunnar því  fyrst núna sé hægt að hafa hagnað af henni, eitthvað sem áður hafi ekki verið.

„Við höfum verið lengi sofandi. Í stað þess að grípa strax í taumana, koma þessu í eitthvað horf, þá myndast rými til þess að fara í þessar aðgerðir sem gerir allt svo erfiðara fyrir okkur á næstunni hvernig við eigum að afgreiða þetta,“ sagði Brynjar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.