Wu-Tang birta myndir af Íslendingi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 15:03 Skegg Arnaldar er heimsfrægt. Vísir/aðsent „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald. Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald.
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning