Minningarorð Kasparov um Bobby Fischer: „Mesta goðsögn skáksögunnar“ Daníel Rúnarsson skrifar 10. mars 2014 14:02 Garry Kasparov. Vísir/Daníel Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura. Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura.
Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00
Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15