Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:15 Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira