Lífið

„Langar rosalega að kaupa íbúð fyrir mig og dóttur mína“

Ellý Ármanns skrifar
„Ég byrjaði að æfa súlufitness eftir að hafa prófað eitt námskeið sem vinkona mín dró mig á en ég hafði aldrei heyrt eða séð neitt þessu líkt áður. Strax eftir fyrsta tímann varð ég háð íþróttinni,“ segir Ásta Kristín Marteinsdóttir, 22 ára, sem komst áfram í Ísland Got Talent eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.

Fordómar að mestu úr sögunni

Hefur þú fundið fyrir fordómum í garð íþróttarinnar? „Já, ég tók aðeins eftir fordómum þegar ég var að byrja en ég held að með tímanum sem hefur liðið og með góðri kynningu á því sem við gerum þá séu þeir að mestu úr sögunni.“



Gekk svo glimrandi vel

„Mér leið alveg ágætlega en ég var alveg smá stressuð. Ég er heppin að hafa haft yndislegan þjálfara í gegn um tíðina, hana Halldóru Kroyer, sem undirbjó mig vel fyrir þetta og við fórum yfir alla möguleika á því hvað þeir gætu sagt og sett út á en svo gekk þetta bara svo glimrandi vel að það var ekkert til þess að setja út á.“



Fallegar mæðgur - Eva Rós og Ásta.MYND/M.FLÓVENT
„Ég á eina dóttur, Evu Rós, sem verður 4 ára í sumar,“ segir Ásta spurð um fjölskylduhagi.

Ef þú sigrar Ísland Got Talent - hvað ætlar þú að gera við verðlaunaféð? „Ef ég vinn 10 milljónirnar langar mig rosalega að kaupa íbúð fyrir mig og dóttur mína. Eins hef ég aldrei átt bíl.“

„Ég er aðstoðarþjálfari í Pole Sport og var að útskrifast sem doula í febrúar og er á leiðinni aftur í nám.“mynd/m.flóvent
„Draumur minn er að komast út til þess að taka réttindi sem polefitness þjálfari,“ segir Ásta.

Myndirnar tók M.Flóvent - sjá heimasíðu ljósmyndarans hér.


Tengdar fréttir

Ég er vanur höfnun

Flosi Jón Ófeigsson hótelstjóri og zumbakennari fékk ekkert "Já“ í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent á Stöð 2 í gærkvöldi.

"Maður var bara kallaður tossi“

"Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu,“ segir Jón Páll Eggertsson sem fékk reisupassann.

Bubba barst hótunarbréf

Bubbi Morthens fékk miður skemmtilegt bréf frá keppanda í Ísland Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×