Á milli tíu og fimmtán manns mættu vopnaðir banönum fyrir utan Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund í morgun.
Mótmælendur stilltu sér upp beggja vegna gangstéttarinnar upp að húsinu og héldu banönum á lofti. Voru þeir að krefjast þess að landsmenn fengju að kjósa um samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið og ófaglegum ráðningum í ráðuneytum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mætir á fundinn.Vísir/Sigurjón