Innlent

Harður árekstur vegna framúraksturs

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Slysið gerðist á þessum slóðum, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Myndin sýnir hversu slæm færðin getur verið þar, en er ekki frá slysinu í morgun.
Slysið gerðist á þessum slóðum, á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Myndin sýnir hversu slæm færðin getur verið þar, en er ekki frá slysinu í morgun.
Harður árekstur var í morgun á Ólafsfjarðarvegi við Hámundastaðarháls vegna framúraksturs. Veginum var lokað í morgun vegna slyssins. Akureyri Vikublað greinir frá.

Pallbíl og fólksbíll skullu saman. Pallbíllinn var á öfugum vegahelmingi, en ökumaður hans tók fram úr snjóruðningstæki.

Þrír úr fólksbílnum voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu. Ökumaður pallbílsins slasaðist lítið.

Mikil hálka var á slysstað. Ólafsfjarðarvegur hefur verið opnaður aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×