Innlent

Nafn konunnar sem lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Konan sem lést í umferðarslysi í gær á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt sunnan Dalvíkur hét Zofia Gnidziejko en hún var til heimilis að Eyrarvegi 9 á Akureyri.

Zofia var 34 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, 4 og 10 ára.

Hún var farþegi í fólksbifreið sem lenti í árekstri við pallbíl.

Tildrög slyssins voru þau að pallbíl var ekið suður þjóðveginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn.

Í sömu svifum kom fólksbíll á móti sem ekið var norður þjóðveginn og varð harður árekstur.

Ökumaður pallbílsins slasaðist ekki. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri ásamt konunni, sem var farþegi í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×