Innlent

Tekist á um erlendu sérfræðingana í máli Annþórs og Barkar

visir/anton

Fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni fór fram á ellefta tímanum í morgun í Héraðsdómi Suðurlands.



Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí árið 2012 með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök.



Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða.



Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku.



Ríkissaksóknari hefur aftur á móti sett sig upp á móti þeirri kröfu og um það verður tekist á um í dómsal í dag.


Tengdar fréttir

Segir Börk hafa slasast í fangaflutningnum

Börkur Birgisson, sem hefur verið ákærður fyrir að verða Sigurði Hólm Sigurðarsyni að bana ásamt Annþór Kristjáni Karlssyni á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári, verður fluttur undir læknishendur á morgun vegna meiðsla, sem lögmaður hans vill meina að hann hafi hlotið í fangaflutningum í síðustu viku.

Annþór og Börkur treysta ekki íslenskum matsmönnum

Verjendur Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar vilja fá erlenda sérfræðinga til að vinna matsskýrslur í líkamsárásarmáli sem leiddi til dauða. Tvímenningarnir séu of illa þokkaðir hér á landi til að hægt sé að treysta íslenskum sérfræðingum.

Annþór vildi ekki mæta

Annþór Kristján Karlsson þarf að mæta fyrir dóm í dag vegna andláts Sigurðar Hólm Sigurðarsonar þrátt fyrir ósk um annað til að sleppa við "fjölmiðlafár“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×