Innlent

Börkur fluttur úr héraðsdómi með sjúkrabíl

Sjúkraflutningamenn breyttu sjúkrabörunum í stól og óku Berki út úr dómsalnum og inn í lyftuna í dómshúsinu.
Sjúkraflutningamenn breyttu sjúkrabörunum í stól og óku Berki út úr dómsalnum og inn í lyftuna í dómshúsinu. Mynd/Anton

Börkur Birgisson, sem ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar, var fluttur úr Héraðsdómi Suðurlands með sjúkrabíl fyrir skömmu.

Þinghald var lokað þegar málið var þingfest klukkan 13:15 og dómari tilgreindi ekki ástæðu þess. Ekki er vitað hvaða afstöðu Börkur tók til sakarefnisins.

Verjandi Barkar segir hann vera með alvarlegt brjósklos og að ekki hafi verið tekið tillit til þess þegar hann var borinn í járnum úr lögreglubíl í dómsalinn. Dómari er sagður hafa ákveðið að kalla til sjúkrabíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×