Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. mars 2014 16:30 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá með úrskurði þremur málum af fimm, þar sem fern samtök höfundaréttarhafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, stefndu fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður. Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna, býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Fjarskiptafyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Síminn, Vodafone og Hringdu fóru fram á frávísun kröfunnar. Hin tvö, Tal og 365 miðlar, gerðu ekki kröfu um frávísum og þess vegna fara þeirra mál í biðstöðu að sögn Tómasar. Hann býst við því að úrskurðirnir verði kærðir til Hæstaréttar. Rétthafasamtökin fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vefsíður. Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði lögbannskröfunni í október og í framhaldinu stefndu samtökin fjarskiptafyrirtækjunum fyrir dómi. Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi var sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.Vísað frá vegna formsatriða „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ segir Tómas. „Héraðsdómur er að skýra ákveðna lagaheimild sem veitir heimild til lögbannskröfu mjög þröngt. Þó ekkert sé talað um þörf á löggildingu nákvæmlega í þessari þessari grein,“ segir Tómas.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00 Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38 Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda segir tónlistarmenn tapa hátt í milljarði á ári hverju vegna ólöglegs niðurhals. Hann segir lagarammann skýran en svo virðist sem lögreglan fylgi slíkum málum illa eftir. 23. september 2013 07:00
Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay hafnað Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði nú fyrir hádegi lögbannskröfu rétthafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 11. október 2013 12:38
Stefna fjarskiptafyrirtækjum Samtök höfundarrétthafa á Íslandi leggja lögbannsmál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 18. nóvember 2013 07:00