Innlent

Stefna fjarskiptafyrirtækjum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.
Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.

Fjögur samtök höfundarrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíður.

Málin verða þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Tal, Hringdu og 365 miðlar.

Sýslumaðurinn í Reykjavík synjaði í október lögbannskröfu rétthafasamtakanna þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptisíðunum Deildu.net og PirateBay.

Sýslumaður taldi að samtökin ættu að höfða skaðabótamál fyrir dómstólum á hendur vefjunum, enda hafi þeir verið starfræktir um nokkra hríð.

Krafa rétthafasamtakanna fyrir dómi er sú að synjun sýslumanns verði ógilt og lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann á síðurnar.

Í lögbannskröfunni var lagt til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar vef­síður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.