Movie 43 valin versta myndin Baldvin Þormóðsson skrifar 2. mars 2014 16:18 Leikstjóri myndarinnar, Peter Farrelly(í miðju) er líklegast ekki ánægður með verðlaunin. Gamanmyndin Movie 43 vann þrenn verðlaun á árlegu Golden Raspberry-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Aðstandendur myndarinnar fagna þó ekki verðlaununum þar sem að hátíðin veitir verðlaun fyrir verstu frammistöðu síðasta árs. Gamanmyndin, sem skartar stórleikurum á borð við Halle Berry, Richard Gere og Kate Winslet, fékk verðlaun fyrir verstu myndina, versta leikstjórann og versta handritið.Will Smith og sonur hans Jaden Smith, fengu einnig verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni After Earth. Jaden fyrir versta leik í aðalhlutverki og faðir hans fyrir versta leik í aukahlutverki. Einnig voru þeir útnefndir sem versta tvíeykið í kvikmynd á síðasta ári.Kim Kardashian fékk útnefninguna versta leikkonan í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í mynd Tyler Perry, A Madea Christmas. Aldrei þessu vant fékk Adam Sandler engin verðlaun en hann skrifaði nafn sitt í sögubækur hátíðarinnar á síðasta ári þegar hann fékk verðlaun fyrir að vera bæði versti leikarinn og leikkonan í myndinni Jack and Jill. Tengdar fréttir Það versta sem Hollywood hefur uppá að bjóða Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna afhjúpaðar í dag. 15. janúar 2014 17:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gamanmyndin Movie 43 vann þrenn verðlaun á árlegu Golden Raspberry-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Aðstandendur myndarinnar fagna þó ekki verðlaununum þar sem að hátíðin veitir verðlaun fyrir verstu frammistöðu síðasta árs. Gamanmyndin, sem skartar stórleikurum á borð við Halle Berry, Richard Gere og Kate Winslet, fékk verðlaun fyrir verstu myndina, versta leikstjórann og versta handritið.Will Smith og sonur hans Jaden Smith, fengu einnig verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni After Earth. Jaden fyrir versta leik í aðalhlutverki og faðir hans fyrir versta leik í aukahlutverki. Einnig voru þeir útnefndir sem versta tvíeykið í kvikmynd á síðasta ári.Kim Kardashian fékk útnefninguna versta leikkonan í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í mynd Tyler Perry, A Madea Christmas. Aldrei þessu vant fékk Adam Sandler engin verðlaun en hann skrifaði nafn sitt í sögubækur hátíðarinnar á síðasta ári þegar hann fékk verðlaun fyrir að vera bæði versti leikarinn og leikkonan í myndinni Jack and Jill.
Tengdar fréttir Það versta sem Hollywood hefur uppá að bjóða Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna afhjúpaðar í dag. 15. janúar 2014 17:30 Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Það versta sem Hollywood hefur uppá að bjóða Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna afhjúpaðar í dag. 15. janúar 2014 17:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein