Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:15 Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira