IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2013 12:16 Mynd/Vilhelm IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA á Íslandi, segir í samtali við Vísi að þeim hjá fyrirtækinu hafi þótt rannsókn lögreglu ganga hægt og því hafi þessi skref verið tekin. „Við erum búnir að vinna að þessu frá því málið kom upp því okkur fannst þetta ganga of hægt hjá lögreglunni, að koma með eigin kröfu og stefnu á þetta fólk. Það er búið að birta þeim stefnuna og ganga frá þessu öllu saman þannig að þetta er komið í það ferli hjá okkur.“ Krafa fyrirtækisins er að fólkinu verði gert að greiða upphæð sem nemur á fimmtu milljón króna en þó segir Þórarinn þau telja að stolið hafi verið fyrir mun meira. „Upphæðin er mikið hærri en þetta en aftur á móti við teljum okkur ekki geta sannað alla hluti, þó við vitum að það sé ekki í lagi. Þegar fólk er að skila vörum ítrekað sem aldrei eru seldar og þetta sama fólk er síðan gripið við að stela vitum við að þetta fólk var að stela því líka. Aftur á móti eru ekki til upptökur þetta langt aftur í tímann sem dæmi. Þannig að krafan í sjálfu sér er bara hluti af því sem við teljum að fólkið hafi tekið. En samtals með áföllnum kostnaði og öðru sýnist mér þetta vera einhversstaðar á milli fjórar og fimm milljónir,“ segir Þórarinn. „Okkur fannst þetta ganga ansi hægt hjá lögreglunni og við ákváðum að höfða þá einkamál á þessa aðila og gera fjárkröfu á hópinn. Síðan er það lögreglunnar að fara fram á mögulega refsingu fyrir þennan hóp. Þá fangelsisvist eða eitthvað í þeim dúr ef þannig fer,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira