Innlent

Reykjanesbrautin var þakin fiski

Stefán Árni Pálsson skrifar
kör með fiski féllu úr vörubifreið á Reykjanesbrautina
kör með fiski féllu úr vörubifreið á Reykjanesbrautina myndir/aðendar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um að kör með fiski hafi fallið á Reykjanesbraut svo úr varð mikil umferðarteppa seinnipartinn í dag. 

Svo virðist sem að körin hafi fallið úr vörubifreið með þeim afleiðingum að fiskiflök þöktu stóran hluta af veginum.

Slysið átti sér stað við Vallahverfið. Umferðinni var beint í gegnum hverfið meðan brautin var hreinsuð.

„Ég átti leið þarna framhjá þegar ég sjá hvað hafði gerst,“ segir Sævar Helgi Bragason, í samtali við Vísi, en hann ók framhjá vettvangi í dag.

„Það lágu nokkur kör á veginum og við fyrstu sýn virtist þetta mestmegnis vera þorskur og karfi sem var á götunni.“

Sævar segir að lögreglan hafi náð að stýra umferðinni vel á meðan menn týndu upp fiskinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×