„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 14:59 Nú er málið í höndum þjóðarinnar, segir Birgitta. „Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira