„Hún beitir þarna skoðanakúgunum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 15:40 „Auðvitað undrast ég ummæli formanns fjárlaganefndar. Hún beitir þarna kúgunum, skoðanakúgunum og er að reyna að hafa áhrif á hvaða fyrirtæki auglýsi hjá hvaða fjölmiðlum. Mér finnst þetta algjörlega ótækt,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins.Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni þar sem hún hvatti fyrirtækið EGF húðvörur til þess að sniðganga auglýsingakaup af Kvennablaðinu. Þá tengir hún umfjöllun vefmiðilsins um sig, sem henni mislíkar. Þá segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands það fráleitt að hún skuli reyna að hafa áhrif á skoðanaskipti í landinu með þessum hætti. „Mér finnst það fráleitt að beita svona aðferðum og fólk á að geta látið skoðanir sínar og viðhorf í ljós án þess að það sé verið að vega að fjölmiðlum eða þeim vettvangi þar sem þessar skoðanir koma fram.“ Hjálmar segir einnig að kjörnir fulltrúar verði að þola skoðanir annarra og sé það grundvallaratriði í þjóðfélagi þar sem tjáningafrelsi ríkir. Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm og hefur Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, boðað að málið verði tekið upp á þingi. Tengdar fréttir Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50 Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
„Auðvitað undrast ég ummæli formanns fjárlaganefndar. Hún beitir þarna kúgunum, skoðanakúgunum og er að reyna að hafa áhrif á hvaða fyrirtæki auglýsi hjá hvaða fjölmiðlum. Mér finnst þetta algjörlega ótækt,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins.Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni þar sem hún hvatti fyrirtækið EGF húðvörur til þess að sniðganga auglýsingakaup af Kvennablaðinu. Þá tengir hún umfjöllun vefmiðilsins um sig, sem henni mislíkar. Þá segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands það fráleitt að hún skuli reyna að hafa áhrif á skoðanaskipti í landinu með þessum hætti. „Mér finnst það fráleitt að beita svona aðferðum og fólk á að geta látið skoðanir sínar og viðhorf í ljós án þess að það sé verið að vega að fjölmiðlum eða þeim vettvangi þar sem þessar skoðanir koma fram.“ Hjálmar segir einnig að kjörnir fulltrúar verði að þola skoðanir annarra og sé það grundvallaratriði í þjóðfélagi þar sem tjáningafrelsi ríkir. Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm og hefur Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, boðað að málið verði tekið upp á þingi.
Tengdar fréttir Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50 Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50
Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49