Innlent

Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar

Jakob Bjarnar skrifar
Blaðamenn furða sig á ummælum Vigdísar Hauksdóttur og þess krafist að BÍ láti málið til sín taka.
Blaðamenn furða sig á ummælum Vigdísar Hauksdóttur og þess krafist að BÍ láti málið til sín taka.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Fréttatímans, krefst þess að Blaðamannafélag Íslands fjalli sérstaklega um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu og formanns fjárlaganefndar, sem hefur hvatt húðvöruframleiðandann EGF til þess að hætta að auglýsa í Kvennablaðinu.„Ég hvet EGF til að hætta að kaupa auglýsingar á þessum miðli sem kennnir sig við „konur,“ segir Vigdís í færslunni.

Sigríður Dögg segir ummælin forkastanleg, segir að þarna sé verið að grafa undan fjárhagslegum grundvelli miðilsins og telur einboðið að Blaðamannafélag Íslands láti málið til sín taka. Nokkrar umræður hafa spunnist um málið á vefsvæðinu og eru flestir þeirrar skoðunar að um sé að ræða þvingunaraðgerðir, skoðanakúgun og þöggunartilburði af hálfu Vigdísar. Meðal þeirra sem taka til máls er Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks, hann er ómyrkur í máli: „Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki aðeins búinn að opinbera sinn einfeldningsfasisma um að rétt sé að beita þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum, heldur hefur hún skákað nýsköpunarfyrirtækinu út í horn og sett það í skelfilega stöðu. Ef auglýsingar um húðdropa hætta nú að birtast í Kvennablaðinu loðir eftir óvissa um eðli þeirra „viðskiptalegu forsendna“ sem liggja þar að baki,“ skrifar Kristinn og tengir við frétt um EGF-húðvörur.

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, hefur boðað að málið verði tekið upp á þingi.

Uppfært 14:20

Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×