„Ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju“ Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Áburðarverksmiðjan framleiddi um 60.000 tonn á innanlandsmarkað, en nýjar hugmyndir gera ráð fyrir 700.000 tonna verksmiðju. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira