„Ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju“ Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Áburðarverksmiðjan framleiddi um 60.000 tonn á innanlandsmarkað, en nýjar hugmyndir gera ráð fyrir 700.000 tonna verksmiðju. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira