Þurrkur á hálendi þýðir olíubrennslu á Vestfjörðum og lokun sundlauga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2014 19:00 Lág vatnsstaða á hálendinu í lónum Landsvirkjunar veldur því að sundlaugum á Vestfjörðum verður lokað á morgun um óákveðinn tíma og Vestfirðingar þurfa að fara að kynda með olíu með yfir 200 milljóna viðbótarkostnaði. Landsvirkjun tilkynnti Orkubúi Vestfjarða í fyrradag um skerðingu á ódýrri afgangsorku og er óttast að hún geti varað næstu tvo mánuði, að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra. „Sú skerðing gæti jafnvel staðið í mars og apríl og ef það verður að veruleika þá mun Orkubú Vestfjarða lenda í aukakostnaði upp á rúmlega 200 milljónir af því að við þurfum að nota olíu í staðinn fyrir þetta rafmagn sem við hefðum annars fengið,“ segir Kristján. Þennan viðbótarkostnað þurfa vestfirsk heimili og fyrirtæki að bera en Kristján segir svona viðbótarútgjöld á endanum lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins.Sundlaugin á Þingeyri.Mynd/Stöð 2.Lág vatnsstaða á hálendinu bitnar sennilega mest á íbúum Þingeyrar og Hólmavíkur en tilkynnt var í dag að sundlaugunum þar yrði lokað um óákveðinn tíma. Það verður því ekki synt í hinni glæsilegu sundlaug Þingeyrar á næstunni því hún er kynnt með afgangsorku. „Það er ekkert annað um að ræða en að loka henni vegna þess að þar hefur sveitarfélagið ekki komið upp annarri kyndingu en rafmagni og þegar rafmagnið ekki fæst þá verður að loka,“ segir orkubússtjórinn.Íþróttamiðstöðin á Þingeyri. Reynt verður að halda íþróttahúsinu opnu eftir helgi.Mynd/Stöð 2.Ísafjarðarbær birti eftirfarandi tilkynningu vegna málsins í dag: „Því miður verður Þingeyrarlaug lokuð um óákveðinn tíma frá og með 1. mars. Vegna bágrar vatnsstöðu í lónum Landsvirkjunar er ekki hægt að afhenda svokallaða „ótrygga orku“, en Þingeyrarlaug er ein lauga Ísafjarðarbæjar með svo hagstæða samninga um kaup á rafmagni. Íþróttahúsið verður lokað yfir helgina af sömu ástæðu. Ekkert er hægt að fullyrða um það hvenær hægt verður að opna, en eftir helgi verður í það minnsta reynt að halda íþróttahúsinu opnu. Nánari frétta af málinu er að vænta eftir helgi. Dýrfirðingar og aðrir gestir laugarinnar og íþróttahússins eru beðnir velvirðingar á þessu ástandi sem varir vonandi ekki lengi. Eins er beðist velvirðingar á þeim skamma fyrirvara sem er gefinn, en málið kom ekki upp fyrr en í gær." Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Lág vatnsstaða á hálendinu í lónum Landsvirkjunar veldur því að sundlaugum á Vestfjörðum verður lokað á morgun um óákveðinn tíma og Vestfirðingar þurfa að fara að kynda með olíu með yfir 200 milljóna viðbótarkostnaði. Landsvirkjun tilkynnti Orkubúi Vestfjarða í fyrradag um skerðingu á ódýrri afgangsorku og er óttast að hún geti varað næstu tvo mánuði, að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra. „Sú skerðing gæti jafnvel staðið í mars og apríl og ef það verður að veruleika þá mun Orkubú Vestfjarða lenda í aukakostnaði upp á rúmlega 200 milljónir af því að við þurfum að nota olíu í staðinn fyrir þetta rafmagn sem við hefðum annars fengið,“ segir Kristján. Þennan viðbótarkostnað þurfa vestfirsk heimili og fyrirtæki að bera en Kristján segir svona viðbótarútgjöld á endanum lenda á viðskiptavinum fyrirtækisins.Sundlaugin á Þingeyri.Mynd/Stöð 2.Lág vatnsstaða á hálendinu bitnar sennilega mest á íbúum Þingeyrar og Hólmavíkur en tilkynnt var í dag að sundlaugunum þar yrði lokað um óákveðinn tíma. Það verður því ekki synt í hinni glæsilegu sundlaug Þingeyrar á næstunni því hún er kynnt með afgangsorku. „Það er ekkert annað um að ræða en að loka henni vegna þess að þar hefur sveitarfélagið ekki komið upp annarri kyndingu en rafmagni og þegar rafmagnið ekki fæst þá verður að loka,“ segir orkubússtjórinn.Íþróttamiðstöðin á Þingeyri. Reynt verður að halda íþróttahúsinu opnu eftir helgi.Mynd/Stöð 2.Ísafjarðarbær birti eftirfarandi tilkynningu vegna málsins í dag: „Því miður verður Þingeyrarlaug lokuð um óákveðinn tíma frá og með 1. mars. Vegna bágrar vatnsstöðu í lónum Landsvirkjunar er ekki hægt að afhenda svokallaða „ótrygga orku“, en Þingeyrarlaug er ein lauga Ísafjarðarbæjar með svo hagstæða samninga um kaup á rafmagni. Íþróttahúsið verður lokað yfir helgina af sömu ástæðu. Ekkert er hægt að fullyrða um það hvenær hægt verður að opna, en eftir helgi verður í það minnsta reynt að halda íþróttahúsinu opnu. Nánari frétta af málinu er að vænta eftir helgi. Dýrfirðingar og aðrir gestir laugarinnar og íþróttahússins eru beðnir velvirðingar á þessu ástandi sem varir vonandi ekki lengi. Eins er beðist velvirðingar á þeim skamma fyrirvara sem er gefinn, en málið kom ekki upp fyrr en í gær."
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira