Innlent

„Þetta var íslensk rödd“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svanhvít segir röddina hafa verið íslenska.
Svanhvít segir röddina hafa verið íslenska. Mynd/Samsett
„Þetta var íslensk rödd,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air um þann sem hringdi inn sprengjuhótun til flugfélagsins Wow Air. Flugvél Wow Air var á leið frá Gatwick í London þegar flugfélaginu barst tilkynning um að sprengja væri um borð.

„Þetta var hálftíma fyrir lendingu. Við fengum símtal í þjónustuver okkar og var þetta greinilega Íslendingur,“ segir Svanhvít.

„Vélinni var ekki lent við flugstöðina af öryggisástæðum. Farþegar voru fluttir í rútu í flugstöðina og er nú boðið upp á áfallahjálp,“ segir Svanhvít.

Hún segir ákveðið ferli nú farið í gang. „Nú fer fram sprengjuleit í vélinni og í farangri.“

Varstu um borð í vélinni? Veistu meira um málið? Sendu okkur þá línu á ritstjorn[hja]visir.is.

Mynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Frá vettvangi í dag.

Mynd/Hilmar Bragi BárðarsonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.