Innlent

Elliði, Svandís og Birgitta í Minni skoðun

Mín skoðun var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu hér á Vísi.

Í þáttinn í dag komu þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Ellliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Þau fóru yfir ýmismálefni, meðal annars fréttir síðustu viku.

„Þetta var að mörgu leyti vika stórra tíðinda,“ sagði Mikael Torfason, umsjónarmaður þáttarins, fyrir þáttinn.

„Þetta er þriðji þátturinn og allt er þegar þrennt er. Okkur sem framleiðum þáttinn er farið að líða vel með hann og frumsýningarskjálftinn er rjátlaður af okkur. Ég hlakka persónulega mikið til að heyra í Elliða og Svandísi á eftir og fara yfir fréttir vikunnar með þeim.“

Aðalgestur þáttarins að þessu sinni var Birgitta Jónsdóttir, þingkona og kafteinn Pírata. Að sögn Mikaels nýtur Pírataflokkurinn mikillar sérstöðu hér á landi:

„Árangur Birgittu og félaga er einstakur í heiminum. Þau eru með þrjá þingmenn og fengju allt að sex ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt skoðanakönnunum. Það er ótrúlegt og mikill sigur ef maður hugsar út í það. Á meðal ungs fólks njóta Birgitta og Píratarnir mikils fylgis, allt að þriðjungur ungs fólk finnur sig helst með Pírötum.

Borið saman við til dæmis Sjálfstæðiflokkinn, í sínu höfuðvígi, Reykjavík, eru það ótrúlegar tölur því Sjálfstæðisflokkurinn rétt mer 14 prósent meðal ungs fólks í Reykjavík,“ segir Mikael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×