Brugðist við innbroti hjá Vodafone Brjánn Jónasson skrifar 12. desember 2013 15:30 Fyrirtæki sem teljast til mikilvægra innviða samfélagsins hafa gert ýmiskonar ráðstafanir til að verjast netárásum. Ráðist var í sérstaka úttekt á netöryggismálum hjá öllum þeim fyrirtækjum sem teljast þjóðhagslega mikilvæg í kjölfar innbrotsins á vef Vodafone nýverið. Í einhverjum tilvikum fundust gallar sem hafa verið lagfærðir eða unnið er að því að lagfæra. Þannig voru viðbragðsáætlanir virkjaðar hjá fyrirtækjum sem teljast mikilvægir innviðir samfélagsins, til dæmis fjarskiptafyrirtækjum, orkufyrirtækjum og bönkum, að því er fram kemur í svörum fyrirtækjanna við fyrirspurnum Fréttablaðsins. Hjá öllum fyrirtækjunum sem haft var samband við var farið yfir stöðu netöryggis í kjölfar innbrotsins. Útfærslan var þó misjöfn. Hjá Íslandsbanka voru gerðar ráðstafanir til að tryggja að ekki væri hægt að nýta stolnu upplýsingarnar til að ná aðgangi að tölvukerfi bankans. Landsvirkjun gerði mat á því hvort grípa þyrfti til bráðaaðgerða og breytti lykilorðum allra starfsmanna fyrirtækisins. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur fannst veikleiki við þessa yfirferð og er fyrirtækið langt komið með að bæta úr veikleikanum. Ekki voru veittar nánari upplýsingar um eðli veikleikans af öryggisástæðum. Þótt netárásin á Vodafone hafi orðið til þess að opna augu margra fyrir þeirri hættu sem árásir og þjófnaður á netinu geta valdið hafa fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins verið meðvituð um hættuna lengi. Flest fyrirtækin eru með sérhæfða starfsmenn sem sinna netöryggismálum. Bæði Íslandsbanki og Síminn hafa ráðið erlenda öryggissérfræðinga sem þekkja vel til verka tölvuhakkara til að reyna að ráðast á tölvukerfi fyrirtækjanna. Tilgangurinn er að finna veikleika og bregðast við þeim áður en illviljaðir hakkarar uppgötva þá. Landsbankinn er eini viðskiptabankinn sem hefur fengið vottun samkvæmt ISO 27001 gæðastaðlinum, en bæði Íslandsbanki og Arion banki segjast fara eftir kröfum staðalsins, þar sem meðal annars er fjallað um netöryggi. Að fara eftir staðlinum og að hafa vottun samkvæmt honum er þó alls ekki það sama. Hjá Landsbankanum er að auki starfandi fimm manna teymi sem ekki hefur annan starfa en að sinna netöryggi bankans. Hjá Íslandsbanka er málunum stýrt af öryggisnefnd bankans. Hjá Arion banka starfar hópur sérfræðinga sem fjallar meðal annars um netöryggismál bankans. MP banki er ekki með sömu öryggisvottun og hinir viðskiptabankarnir, en netbanki MP banka er vistaður hjá vottuðu fyrirtæki, segir í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er starfandi gæða- og öryggisnefnd sem sinnir meðal annars netöryggismálum.Fátt um svör hjá HS Orku Bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur eru með sömu ISO-vottun og bankarnir. Það sama á ekki við um HS Orku. Hjá Landsvirkjun starfar þriggja manna netöryggishópur auk upplýsingaöryggisstjóra. Þá hefur fyrirtækið einnig fengið aðstoð ráðgjafa um uppbyggingu netöryggis. Orkuveita Reykjavíkur starfrækir sérstakan upplýsingaöryggishóp og nær starfssvið hans einnig til netöryggis. Þá er Orkuveitan með utanaðkomandi ráðgjafa í netöryggismálum. Fátt var um svör þegar spurt var um netöryggi hjá HS Orku. Fyrirtækið er ekki með gæðavottun sem tekur á netöryggismálum en unnið er að því að fá vottun. Enginn netöryggishópur er starfandi hjá fyrirtækinu en það hefur fengið utanaðkomandi ráðgjöf vegna netöryggismála. Þrátt fyrir þetta telja forsvarsmenn fyrirtækisins það þokkalega statt í netöryggismálum. Fjarskiptafyrirtækin eru almennt með öryggisstjóra og öryggisnefndir sem eiga meðal annars að gæta að netöryggi. Annars er viðbúnaður fyrirtækjanna að einhverju leyti ólíkur. Síminn hefur fengið ISO-gæðavottun og lætur reglulega vinna ítarlegar úttektir á netöryggi fyrirtækisins. Síminn nýtir sér þjónustu utanaðkomandi ráðgjafa við gerð áhættumats, úttekta, vottunar og veikleikaskimunar. Vodafone vinnur að því að fá ISO-vottun og stefnt er að því að uppfylla öll skilyrði til að fá vottun á næsta ári. Fyrirtækið hefur fengið ráðgjöf frá utanaðkomandi sérfræðingum, innlendum og erlendum, varðandi upplýsingamál og netöryggi. Í því hefur falist bæði almenn ráðgjöf og úttektir á netöryggismálum fyrirtækisins. Þær úttektir dugðu þó ekki til að finna veikleikann sem tyrkneskur tölvuþrjótur nýtti sér til að brjótast inn á vefsíðu fyrirtækisins og stela þar netföngum, lykilorðum og innihaldi SMS-skeyta sem send voru í gegnum vefsíðuna. Tal fékk utanaðkomandi ráðgjöf við að setja upp regluverk tengt öryggismálum fyrirtækisins. Hjá Nova fengust þau svör að auk öryggisnefndar starfi sérhæfðir starfsmenn að netöryggismálum, auk þess sem unnið sé með utanaðkomandi sérfræðingum. Allir bankarnir og bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur eru jákvæð fyrir samstarfi við netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar. Hingað til hefur sveitin aðeins boðið fjarskiptafyrirtækjum upp á samstarf í netöryggismálum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ráðist var í sérstaka úttekt á netöryggismálum hjá öllum þeim fyrirtækjum sem teljast þjóðhagslega mikilvæg í kjölfar innbrotsins á vef Vodafone nýverið. Í einhverjum tilvikum fundust gallar sem hafa verið lagfærðir eða unnið er að því að lagfæra. Þannig voru viðbragðsáætlanir virkjaðar hjá fyrirtækjum sem teljast mikilvægir innviðir samfélagsins, til dæmis fjarskiptafyrirtækjum, orkufyrirtækjum og bönkum, að því er fram kemur í svörum fyrirtækjanna við fyrirspurnum Fréttablaðsins. Hjá öllum fyrirtækjunum sem haft var samband við var farið yfir stöðu netöryggis í kjölfar innbrotsins. Útfærslan var þó misjöfn. Hjá Íslandsbanka voru gerðar ráðstafanir til að tryggja að ekki væri hægt að nýta stolnu upplýsingarnar til að ná aðgangi að tölvukerfi bankans. Landsvirkjun gerði mat á því hvort grípa þyrfti til bráðaaðgerða og breytti lykilorðum allra starfsmanna fyrirtækisins. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur fannst veikleiki við þessa yfirferð og er fyrirtækið langt komið með að bæta úr veikleikanum. Ekki voru veittar nánari upplýsingar um eðli veikleikans af öryggisástæðum. Þótt netárásin á Vodafone hafi orðið til þess að opna augu margra fyrir þeirri hættu sem árásir og þjófnaður á netinu geta valdið hafa fyrirtæki með starfsemi sem telst til mikilvægra innviða samfélagsins verið meðvituð um hættuna lengi. Flest fyrirtækin eru með sérhæfða starfsmenn sem sinna netöryggismálum. Bæði Íslandsbanki og Síminn hafa ráðið erlenda öryggissérfræðinga sem þekkja vel til verka tölvuhakkara til að reyna að ráðast á tölvukerfi fyrirtækjanna. Tilgangurinn er að finna veikleika og bregðast við þeim áður en illviljaðir hakkarar uppgötva þá. Landsbankinn er eini viðskiptabankinn sem hefur fengið vottun samkvæmt ISO 27001 gæðastaðlinum, en bæði Íslandsbanki og Arion banki segjast fara eftir kröfum staðalsins, þar sem meðal annars er fjallað um netöryggi. Að fara eftir staðlinum og að hafa vottun samkvæmt honum er þó alls ekki það sama. Hjá Landsbankanum er að auki starfandi fimm manna teymi sem ekki hefur annan starfa en að sinna netöryggi bankans. Hjá Íslandsbanka er málunum stýrt af öryggisnefnd bankans. Hjá Arion banka starfar hópur sérfræðinga sem fjallar meðal annars um netöryggismál bankans. MP banki er ekki með sömu öryggisvottun og hinir viðskiptabankarnir, en netbanki MP banka er vistaður hjá vottuðu fyrirtæki, segir í svari bankans við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er starfandi gæða- og öryggisnefnd sem sinnir meðal annars netöryggismálum.Fátt um svör hjá HS Orku Bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur eru með sömu ISO-vottun og bankarnir. Það sama á ekki við um HS Orku. Hjá Landsvirkjun starfar þriggja manna netöryggishópur auk upplýsingaöryggisstjóra. Þá hefur fyrirtækið einnig fengið aðstoð ráðgjafa um uppbyggingu netöryggis. Orkuveita Reykjavíkur starfrækir sérstakan upplýsingaöryggishóp og nær starfssvið hans einnig til netöryggis. Þá er Orkuveitan með utanaðkomandi ráðgjafa í netöryggismálum. Fátt var um svör þegar spurt var um netöryggi hjá HS Orku. Fyrirtækið er ekki með gæðavottun sem tekur á netöryggismálum en unnið er að því að fá vottun. Enginn netöryggishópur er starfandi hjá fyrirtækinu en það hefur fengið utanaðkomandi ráðgjöf vegna netöryggismála. Þrátt fyrir þetta telja forsvarsmenn fyrirtækisins það þokkalega statt í netöryggismálum. Fjarskiptafyrirtækin eru almennt með öryggisstjóra og öryggisnefndir sem eiga meðal annars að gæta að netöryggi. Annars er viðbúnaður fyrirtækjanna að einhverju leyti ólíkur. Síminn hefur fengið ISO-gæðavottun og lætur reglulega vinna ítarlegar úttektir á netöryggi fyrirtækisins. Síminn nýtir sér þjónustu utanaðkomandi ráðgjafa við gerð áhættumats, úttekta, vottunar og veikleikaskimunar. Vodafone vinnur að því að fá ISO-vottun og stefnt er að því að uppfylla öll skilyrði til að fá vottun á næsta ári. Fyrirtækið hefur fengið ráðgjöf frá utanaðkomandi sérfræðingum, innlendum og erlendum, varðandi upplýsingamál og netöryggi. Í því hefur falist bæði almenn ráðgjöf og úttektir á netöryggismálum fyrirtækisins. Þær úttektir dugðu þó ekki til að finna veikleikann sem tyrkneskur tölvuþrjótur nýtti sér til að brjótast inn á vefsíðu fyrirtækisins og stela þar netföngum, lykilorðum og innihaldi SMS-skeyta sem send voru í gegnum vefsíðuna. Tal fékk utanaðkomandi ráðgjöf við að setja upp regluverk tengt öryggismálum fyrirtækisins. Hjá Nova fengust þau svör að auk öryggisnefndar starfi sérhæfðir starfsmenn að netöryggismálum, auk þess sem unnið sé með utanaðkomandi sérfræðingum. Allir bankarnir og bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur eru jákvæð fyrir samstarfi við netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar. Hingað til hefur sveitin aðeins boðið fjarskiptafyrirtækjum upp á samstarf í netöryggismálum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira