Lífið

Vill ekki tjá sig um Woody Allen

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, segir hann hafa misnotað sig í æsku í bréfi sem birt var á bloggvef New York Times um helgina.Margir hafa heimtað viðbrögð leikarar sem hafa leikið í myndum Woody á samfélgasmiðlum. Leikarinn Alec Baldwin er einn af þeim sem aðdáendur hafa beint spjótum sínum að og tekur Alec það illa upp.„Hvað í fjandanum er að ykkur að ykkur finnist að við þurfum öll að tjá okkur um þessar fjölskyldudeilur?“ skrifar Alec til dæmis á Twitter-síðu sína.„Bandaríkin eiga að vera staður þar sem fólk fær sanngjörn réttarhöld. Er hægt að byggja upp réttarhöld með skoðunum fólks um málið?“ bætir Alec við.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.