Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2014 17:00 Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07