Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2014 17:00 Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07