"Maður var bara kallaður tossi“ Ellý Ármanns skrifar 5. febrúar 2014 11:30 Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var: Ísland Got Talent Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var:
Ísland Got Talent Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira