Erlent

Móðir Mikaeels ákærð í dag

Vísir/AFP
Móðir hins þriggja ára gamla Mikaeels, sem fannst látinn á föstudagskvöld eftir að mikil leit hafði verið gerð að honum, mun mæta fyrir dómara í skosku borginni Edinborg í dag, þar sem hún verður ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana.

Mörghundruð manns, lögreglumenn og sjálfboðaliðar leituðu drengisns í síðustu viku en svo virtist sem honum hafi verið rænt úr rúmi sínu og vakti málið mikla athygli. Lík hans fannst svo í skóglendi í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá heimili hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×