Erlent

Íranir draga úr auðgun úrans

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kjarnorkuverið í Busher er einn þeirra staða sem alþjóðlega kjarnorkueftirlitið fylgist með.
Kjarnorkuverið í Busher er einn þeirra staða sem alþjóðlega kjarnorkueftirlitið fylgist með. Vísir/AP
Íranir eru nú byrjaðir að draga verulega úr auðgun úrans í samræmi við samkomulag, sem gert var við Bandaríkin, Rússland, Kína og Evrópuríki í nóvember síðastliðinum.

Í staðinn verður refsiaðgerðum að hluta létt af Írönum.

Íranska sjónvarpið skýrði í morgun frá því að í Nantas-kjarnorkuverinu hafi verið á skilvindum, sem notaðar eru til að auðga úran. Þessi frásögn hefur verið staðfest af Alþjóðakjarnorkueftirlitinu.

Bandaríkjamenn, Ísraelar og fleiri ríki hafa árum saman haft áhyggjur af því að Íranir muni reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Með því að halda áfram að auðga úran í stórum stíl myndu Íranir komast æ nær því að geta látið verða af því, að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Eftir að Hasan Rúhani tók við forsetaembætti í Íran síðastliðið sumar hefur hann lagt mikla áherslu á að bæta samskiptin við Vesturlönd og ná samkomulagi um kjarnorkumálin, sem yrðu til þess að létta refsiaðgerðum af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×