Erlent

Beðið eftir skilaboðum frá halastjörnufari

Þorgils Jónsson skrifar
Rosetta hefur sennilega kveikt á kerfum sínum og mun á næstu mánuðum koma sér fyrir til að hitta halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko.
Rosetta hefur sennilega kveikt á kerfum sínum og mun á næstu mánuðum koma sér fyrir til að hitta halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko. Mynd/AP
Vísindamenn og áhugafólk um heim allan bíður þess nú að geimfarið Rosetta muni láta í sér heyra úr 800 miljóna kílómetra fjarlægð, en farið, sem mun á næstu mánuðum gera tilraun til þess að lenda sendi á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko, átti að vakna úr dvala fyrir um klukkustund síðan eftir þriggja ára dvala.

Rosetta var skotið á loft af Evrópsku geimvísindastofnuninni árið 2004, en ef allt fer að óskum mun farið hitta halastjörnuna á næstu mánuðum, komast á sporbaug um hana og senda rannsóknarbúnað niður á yfirborð hennar í nóvember næstkomandi. Það verður í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Áður hefur NASA skotið flaug á halastjörnu og greint rykið sem þyrlast þar upp, árið 2005, og fjórum árum áður lenti lendingarfar frá NASA á smástirni einu. Á halastjörnum eru hins vegar miklu erfiðari aðstæður.

Það mun taka um það bil sjö klukkustundir að keyra upp öll kerfi Rosetta, stilla stefnuna af og senda skilaboð heim. Ekkert mun því fréttast frá farinu fyrr en um klukkan 18.30 í kvöld.

Hér að neðan má sjá myndbönd um verkefnið:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×