Erlent

Áfram barist í Kiev í nótt

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mótmælendur kveiktu í dekkjum í nótt.
Mótmælendur kveiktu í dekkjum í nótt. Vísir/AP
Lögreglan í Kiev, höfuðborg Úkraínu, mætti harðri mótspyrnu í nótt þegar hún reyndi að ráðast til atlögu gegn mótmælendum.

Mótmælendur hafa komið sér upp götuvígjum og köstuðu bæði eldsprengjum og grjóti í áttina að lögreglunni.

Vítalí Klitsjkó, þingmaður og einn helsti leiðtogi mótmælendahreyfingarinnar gegn Viktor Janúkovitsj forseta, sakar stjórnina um að hafa greitt ribböldum fé fyrir að efna til átaka í þeim tilgangi að grafa undan réttmæti mótmælanna.

Janúkovitsj sagði í gær að ofbeldið stefndi stöðugleika landsins í hættu. 

Í dag sakaði svo Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, evrópska stjórnmálamenn um að hafa hvatt mótmælendur til dáða. Hann sagði ástandið í Úkraínu vera að fara úr böndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×