Fótbolti

Ari Freyr: Við höfum meira að gefa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason sagði að leikmenn Íslands hefðu mátt gefa meira af sér í leikinn gegn Svíum í Abú Dabí í dag. Niðurstaðan var 2-0 tap.

„Þetta var þokkalega jafn leikur en þeir kláruðu bara færin sín,“ sagði Ari Freyr í viðtali á heimasíðu KSÍ eftir leikinn. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við hefðum átt að gefa aðeins meira í þetta og við höfðum meira að gefa. En það sást að leikmenn beggja liða eru á sínu undirbúningstímabili og ekki allir hundrað prósent í löppunum,“ bætti Ari Freyr við.

„Við reyndum allt sem við gátum en það er aldrei gaman að tapa. Vonandi er þetta skref fram á við.“


Tengdar fréttir

Elmar: Lítið um sambabolta

Theodór Elmar Bjarnason segir fátt hafa komið á óvart í vináttulandsleik Íslands og Svíþjóðar í Abú Dabí í dag. Svíar höfðu þá betur, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×