Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Hrund Þórsdóttir skrifar 28. janúar 2014 20:00 Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“ Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Pétur Pétursson, eða Pétur Færeyingur eins og hann var kallaður, var 83 ára þegar hann lést þann sjöunda janúar síðastliðinn eftir rúmlega vikulegu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, HSS. Banamein hans var rangur lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Pétur hafði búið lengi á Garðvangi, lengst af í sérherbergi en síðasta hálfa árið var hann í tveggja manna herbergi. Herbergisfélagi hans var mjög veikur og honum átti að gefa stóran skammt af lyfinu Contalgin, sem er mjög sterkt morfínlyf. Þann 30. desember var Pétri fyrir slysni gefinn skammtur hans, sem er samkvæmt heimildum okkar um tuttugufalt það magn sem manneskja sem ekki hefur byggt upp þol gagnvart lyfinu á að þola. Starfsmaðurinn sem um ræðir gerði sér strax grein fyrir mistökum sínum og tilkynnti þau. Pétur var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og segja aðstandendur hans að sjúkraflutningamennirnir hafi viljað gefa honum mótefni sem var til staðar. Þeir voru í samskiptum við HSS og fengu þaðan tilmæli um að gefa honum ekki mótefni og við það sat. Níu dögum síðar, eða sjöunda janúar, kvaddi Pétur. Við ræddum við Halldór Jónsson, forstjóra HSS, í dag en hann sagði starfsmenn ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Hann undanskildi stofnunina ekki ábyrgð en sagði almennt verklag að hafa samráð við Landspítalann og Eitrunarmiðstöð. Pétur bjó á Garðvangi í níu ár. Honum leið vel þar og starfsmenn fengu áfallahjálp eftir að mistök voru gerð í umönnun hans. Fjölskyldan ber starfsfólki vel söguna en segir að sú staðreynd að Pétur þurfti að deila herbergi með mun veikari manni hafi líklega haft sitt að segja um hvernig fór. Börn Péturs segja hann hafa verið hressan áður en áfallið dundi yfir og þau hafi alls ekki verið á leiðinni að kveðja hann. „Hann hafði fengið áfall í sumar og var búinn að vinna sig mjög vel upp úr því. Það var ekkert að, hann var bara á uppleið,“ segir Þurí Jónasdóttir, tengdadóttir Péturs. Hún segir fjölskylduna ekki skilja af hverju mótefnið hafi ekki verið notað. „Það erum við auðvitað ósátt við. HSS mat hann kannski of lélegan eða of gamlan en við spyrjum okkur; ef hann hefði verið yngri, ekki 83 ára, hefði þá eitthvað verið gert? Af hverju var ekkert gert?“ Fjölskyldan hefur ekki fengið svör við þessum áleitnu spurningum og ætlar að láta embætti landlæknis sjá um málið. „Þetta var auðvitað bara slys og við ætlum ekki að kæra eða neitt slíkt. Við bara vorkennum þessum starfsmanni og höfum samúð með honum að hafa lent í þessu. Þetta eru aðstæður sem koma upp vegna undirmönnunar, það hlýtur bara að vera,“ segir Þurí. Eftir áfallið kveðst hún fyrst hafa verið hissa en trúað því að allt færi vel. Síðan hafi reiðin tekið yfir en aðstandendur Péturs taka þó aðstæðum af æðruleysi. „Við vitum náttúrlega að ástandið í heilbrigðiskerfinu er mjög slæmt og á þessum stofnunum er undirmannað, það vantar bara starfsfólk. Í þessu tilviki var starfsmaður sem var að gefa lyf, truflaður með þessum afleiðingum,“ segir hún. Haldið þið að það hefði mátt koma í veg fyrir þetta? „Já, þetta á bara ekki að gerast.“
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00