Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. janúar 2014 11:52 Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. „Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni. Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni.
Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25
Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43