Minnir meira á lögregluríki en nútíma réttarríki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. janúar 2014 11:52 Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. „Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni. Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
„Við þingfestinguna brá ákærðu eðlilega nokkuð í brún þegar þeim var lesinn pistillinn af skikkjuklæddum manni sem tjáðist fara með ákæruvaldið í málinu,“ skrifa þau Skúli Bjarnason og Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, verjendur sakborninga í Gálgahraunsmálinu svokallaða, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram hefur komið á Vísi voru níu manns ákærð fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu við mótmæli 21. október síðastliðinn gegn lagningu nýs vegar yfir Gálgahraun. Í grein Skúla og Ragnheiðar segir að ákærðu þekki saksóknarann í málinu sem manninn sem sást stýra lögregluaðgerðum í hrauninu, daginn sem fólkið var handtekið, flutt af vettvangi og læst í fangaklefa. Einnig hafi saksóknarinn sést ráðfæra sig við lögreglumenn sem tóku skýrslur af ákærðu í málinu og það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun að kvöldi þessa sama dags að hleypa fólkinu út úr klefunum. Þau segja gagnrýnina ekki snúa að manninum persónulega en eftir standi sá grafalvarlegi hlutur að einn angi ríkisvaldsins að Lögreglustjóraembætti höfuðborgarsvæðisins og raunar einn og sami starfsmaður þess sé „undir, yfir og allt um kring“ í atburðarrásinni. Slíkt gangi ekki í nútíma réttarríki að sami aðili taki ákvarðanir á vettvangi, stýri rannsókn og fari loks með ákæruvald í lokin varðandi meint brot gegn honum sjálfum. Þau segja að svona lagað sé í hrópandi mótsögn við grunnreglur réttarríkisins um réttláta málsmeðferð þar sem rík áhersla hefur verið lög á aðgreiningu einstakra þátta. Þau Skúli og Ragnheiður nefna sem dæmi að dómstólaskipaninni hafi verið breytt hér á landi í kringum 1990 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem batt enda á að sami aðili færi með lögregluvald og dómsvald. „Engu skárra er að lögregla fari sjálf með stjórn aðgerða á vettvangi, rannsókn meintra brota og svo ákæruvald sem hún beitir í eigin þágu. Slíkt fyrirkomulag þekktist á árum áður og tíðkast sjálfsagt enn meðal vanþróaðra þjóða. Fyrirbærinu hefur verið gefið nafnið Lögregluríki,“ segir í greininni.
Tengdar fréttir Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25 Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Hraunavinir: „Óbætanleg skemmdarverk í Gálgahrauni“ Framkvæmdir eru hafnar í sjálfu Gálgahrauni. Hraunavinir segja umhverfið nú þegar gjörbreytt. 13. september 2013 21:25
Saka lögreglu um harðræði við handtöku Átök brutust út á skemmtistað og lögreglan handtók tvo menn í kjölfarið. Við handtökuna rifbeinsbrotnaði annar þeirra. 23. janúar 2014 22:43