Rifist um RIFF Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 11:00 Einar Örn segir faghóp einfaldlega hafa metið það svo að önnur umsókn hafi verið betri en hin en RIFF-liðar eru ósáttir. Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“ Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stjórn RIFF harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Einar Örn Benediktsson er formaður ráðsins. Hvað réði þessari ákvörðun? „Það voru tvær umsóknir til að halda kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þær fóru fyrir faghóp Bandalags íslenskra listamanna sem kemur með tillögur að styrkveitingum. Það vildi þannig til að umsókn RIFF fékk ekki hljómgrunn. Þetta er byggt á faglegum forsendum; önnur umsóknin þótti vera betri og við samþykktum það,“ segir Einar Örn.Átta milljónir í nýja kvikmyndahátíð RIFF fékk í fyrra 9 milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð sína en hin nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, fær 8 milljónir frá borginni. Í greininni, sem meðal annars framkvæmdastjóri RIFF, Hrönn Marínósdóttir auk þeirra Baltasars Kormáks og Elísabetar Ronaldsdóttur og fleiri stjórnarmanna skrifa undir, er talað um að miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum sé kastað á glæ með ákvörðuninni, og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. „Þegar faghópur BÍL fer yfir þessar umsóknir leggur hann faglegt mat á það. Þeirra faglega mat er að þessu fé sé betur komið annars staðar,“ segir Einar Örn.Djúpstæður ágreiningur undirliggjandi Vísir hefur undir höndum bréf sem Heimili kvikmyndanna sendi fagaðilum þar sem útskýrð er ákvörðunin sem liggur að baki því að send var inn umsókn um nýja kvikmyndahátíð, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, en þar segir að hún ákvörðun um umsóknina hafi verið tekin í haust „þegar ljóst var að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíó Paradís vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF.“ Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðuð yrði sú ákvörðun að RIFF fengi ekki styrk hafi verið felld á fundi menningar- og ferðamálaráðs í gær. Einar Örn heldur sig við að faglegt álit fulltrúa BÍL hafi algerlega ráðið för. „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar fénu er best komið,“ segir Einar Örn. RIFF-hátíðin hefur verið umdeild eins og til að mynda má sjá í þessari frétt DV, þar sem talað er um svarta skýrslu. Þannig hefur komið til tals misræmi milli fullyrðinga um aðsókn og svo tekjur af miðasölu. Í því samhengi nefnir Einar að talað hafi verið um 30 þúsund gesti en þegar litið er til uppgjörs miðasölu í ársreikningi, að þar séu 14 milljónir, telja menn það trauðla standast. Einar Örn bendir mönnum á að reikna en hafnar því þó að ákvörðunin um að beina styrk til kvikmyndahátíðar annað en til RIFF hafi nokkuð með ágreining að gera. „Þetta eru málefnin frekar en mennirnir. Ef þetta er niðurstaða faghópsins þá hlýtur maður að fara eftir henni.“
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira