Kostnaður við rannsóknina á falli Sparisjóðanna kominn í rúman hálfan milljarð Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2014 19:15 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira