Kostnaður við rannsóknina á falli Sparisjóðanna kominn í rúman hálfan milljarð Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2014 19:15 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira