Erlent

Neitaði að gefast upp í þrjátíu ár

Á þessari mynd sést Onoda halda heim á leið árið 1974, eftir þrjátíu ár í frumskóginum.
Á þessari mynd sést Onoda halda heim á leið árið 1974, eftir þrjátíu ár í frumskóginum. Mynd/AFP
Japanskur hermaður, sem hafðist við í frumskógum Filippseyja í þrjá áratugi eftir að Seinni heimstyrjöldinni lauk og neitaði að gefast upp, er látinn. Hiroi Onoda náði níutíu og eins árs aldri en hann hafði verið sendur til að heyja skæruhernað í frumskógum Filippseyja á eyjunni Lubang.

Í ljósi þess að honum hafði verið skipað að gefast ekki upp, og bannað að taka eigið líf, lét hann allar fregnir af því að Japanir hefðu gefist upp árið 1945 sem vind um eyru þjóta, Því hann hafði ekki fengið nýjar fyrirskipanir.

Það var ekki fyrr en japönsk yfirvöld brugðu á það ráð að senda fyrrverandi yfirmann hans í hernum til Lubang árið 1974 og skipa honum að gefast upp, að Onoda lagði niður vopn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×