Erlent

Fjögurra ára stúlka skaut frænda sinn til bana

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um gaumgæfilega um málið eins og aðrir fjölmiðlar í gær.
Sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um gaumgæfilega um málið eins og aðrir fjölmiðlar í gær.
Fjögurra ára stúlka skaut jafnaldra sinn og frænda til bana í Detroit í gærkvöldi.

Börnin voru að leik inni einu herbergi á heimili stúlkunnar. Hún fann hlaðinn riffil í ólæstum skáp og miðaði honum á frænda sinn og tók í gikkinn. 

Drengurinn var fluttur á spítala í grendinni en var látinn þegar þangað var komið. Afi barnanna var að passa þau og var honum mjög brugðið. Hann var á staðsettur á neðri hæð hússins en börnin voru að leik á efri hæðinni.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum og sögðu lögregluyfirvöld í Detroit að byssan hafi átt að vera í læstum skáp.

Húsið var afgirt í gær af lögreglunni og málið rannsakað. En að sögn talsmanns lögreglunnar virðist sem að um hræðilegt slys hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×