„Þessu skaut upp í hausinn á mér og var ekki rétt, eftir á að hyggja“ Þorgils Jónsson skrifar 17. janúar 2014 16:12 Frosti Sigurjónsson segist ekki hafa haft réttar upplýsingar er hann tjáði sigu um það tjón sem MP banki kunni að hafa valdið ríkissjóði í hruninu. Vísir/Valli Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, játar að hafa farið rangt með í viðtali við Stöð 2 um síðustu helgi. Í viðtalinu sagði hann að rök mætti færa fyrir því að MP banki ætti ekki að þurfa að greiða neinn bankaskatt, þar eð hann hafi ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu.Fram hefur komið í fjölmiðlum að eftir að frískuldamark upp á 50 milljarða vegna bankaskatts hafi verið sett á fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember, hafi greiðslur MP banka orðið 53 milljónir, en án þessa frímarks hefði bankinn þurft að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt.„Það er búið að benda mér á að þær upplýsingar sem ég hafði voru ekki réttar,“ segir Frosti í samtali við Vísi. „Það má færa rök fyrir að MP banki hafi bakað ríkinu tjón án þess að ég viti hvað það er mikið. Maður fær svampinn [hljóðnema fréttamanns] framan í sig og dettur eitthvað í hug. Ég hafði lesið þetta einhversstaðar eða séð í fréttum, hvort sem það var hjá Þorsteini Pálssyni eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvar ég hafði heimildir fyrir því, en þessu skaut upp í hausinn á mér þarna og var ekki rétt, eftir á að hyggja.“ Frosti sagðist eiga eftir að kynna sér hversu miklu tjóni MP banki olli ríkissjóði en honum hafi ekki gefist tími til þess hingað til.„Þetta var ekki nógu nákvæmlega orðað hjá mér, heldur hefði ég frekar átt að segja minna tjón.“ Í umfjöllun á Vísi árið 2011 sagði meðal annars að MP banki, eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, hafi stundað endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, játar að hafa farið rangt með í viðtali við Stöð 2 um síðustu helgi. Í viðtalinu sagði hann að rök mætti færa fyrir því að MP banki ætti ekki að þurfa að greiða neinn bankaskatt, þar eð hann hafi ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu.Fram hefur komið í fjölmiðlum að eftir að frískuldamark upp á 50 milljarða vegna bankaskatts hafi verið sett á fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins í desember, hafi greiðslur MP banka orðið 53 milljónir, en án þessa frímarks hefði bankinn þurft að greiða 241 milljón króna á ári í bankaskatt.„Það er búið að benda mér á að þær upplýsingar sem ég hafði voru ekki réttar,“ segir Frosti í samtali við Vísi. „Það má færa rök fyrir að MP banki hafi bakað ríkinu tjón án þess að ég viti hvað það er mikið. Maður fær svampinn [hljóðnema fréttamanns] framan í sig og dettur eitthvað í hug. Ég hafði lesið þetta einhversstaðar eða séð í fréttum, hvort sem það var hjá Þorsteini Pálssyni eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvar ég hafði heimildir fyrir því, en þessu skaut upp í hausinn á mér þarna og var ekki rétt, eftir á að hyggja.“ Frosti sagðist eiga eftir að kynna sér hversu miklu tjóni MP banki olli ríkissjóði en honum hafi ekki gefist tími til þess hingað til.„Þetta var ekki nógu nákvæmlega orðað hjá mér, heldur hefði ég frekar átt að segja minna tjón.“ Í umfjöllun á Vísi árið 2011 sagði meðal annars að MP banki, eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, hafi stundað endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira