Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2011 13:04 Geir H. Haarde ávarpar þjóðina daginn örlagaríka, 6. október 2008. Á sama tíma var verið að millifærða milljarða af reikningi Landsbankans í Seðlabankanum til MP banka. Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hleypur upphæðin á milljörðum króna.Saksóknari staðfestirÓlafur Þór Hauksson staðfesti í samtali við fréttastofu að húsleitirnar tengdust m.a þessu, en Viðskiptablaðið greinir jafnframt frá þessu á sinni vefsíðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinast millifærslurnar að uppgjöri á svokölluðum endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum. Ólafur Þór vildi ekki svara því hvort litið væri svo á að um ætluð umboðssvik væri að ræða, en sagði að í tilkynningu frá embættinu yrðu málin útlistuð nánar.Uppfært: Í tilkynningu embættisins segir að einnig sé verið að rannsaka millifærslur til Straums fjárfestingarbanka þennan sama dag og og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna, sem einnig munu hafa átt sér stað 6. október 2008.Ástarbréfin dýrkeyptMP banki, rétt eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, stundaði endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra var að ávarpa þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, sem var einn hinna fjögurra sem voru handteknir í morgun, sá um endurhverfu viðskiptin af hálfu Landsbankans og er vitnað til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ástarbréfin voru ein af úrræðum stóru bankanna til að útvega sér peninga þegar framboð á lausafé var í lágmarki og bankarnir fengu ekki fjármögnun annars staðar.„Í eðli sínu ákveðin froða"Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (kafli 19.9.2) er vitnað í skýrslu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, fyrir nefndinni þar sem hann útskýrir endurhverfu viðskiptin með svofelldum hætti: „Mínar skýringar eru þessar: Það var auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi ástarbréf - eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn - væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við segðum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Sparisjóðabankinn - við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist af því að við teldum að hann mundi fara á haus inn þá færi hann á hausinn, ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta." Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka veð í öðru en bankabréfum svaraði Davíð: „Það hefði verið miklu flóknara, já og erfiðara, að ég hygg. Mitt fólk hafði farið yfir það, en ég er ekki með það á takteinunum, það hefði orðið miklu flóknara og erfiðara og þurfti mikinn mannskap." Tengdar fréttir Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58 Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09 Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25 Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hleypur upphæðin á milljörðum króna.Saksóknari staðfestirÓlafur Þór Hauksson staðfesti í samtali við fréttastofu að húsleitirnar tengdust m.a þessu, en Viðskiptablaðið greinir jafnframt frá þessu á sinni vefsíðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinast millifærslurnar að uppgjöri á svokölluðum endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum. Ólafur Þór vildi ekki svara því hvort litið væri svo á að um ætluð umboðssvik væri að ræða, en sagði að í tilkynningu frá embættinu yrðu málin útlistuð nánar.Uppfært: Í tilkynningu embættisins segir að einnig sé verið að rannsaka millifærslur til Straums fjárfestingarbanka þennan sama dag og og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna, sem einnig munu hafa átt sér stað 6. október 2008.Ástarbréfin dýrkeyptMP banki, rétt eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, stundaði endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra var að ávarpa þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, sem var einn hinna fjögurra sem voru handteknir í morgun, sá um endurhverfu viðskiptin af hálfu Landsbankans og er vitnað til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ástarbréfin voru ein af úrræðum stóru bankanna til að útvega sér peninga þegar framboð á lausafé var í lágmarki og bankarnir fengu ekki fjármögnun annars staðar.„Í eðli sínu ákveðin froða"Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (kafli 19.9.2) er vitnað í skýrslu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, fyrir nefndinni þar sem hann útskýrir endurhverfu viðskiptin með svofelldum hætti: „Mínar skýringar eru þessar: Það var auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi ástarbréf - eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn - væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við segðum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Sparisjóðabankinn - við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist af því að við teldum að hann mundi fara á haus inn þá færi hann á hausinn, ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta." Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka veð í öðru en bankabréfum svaraði Davíð: „Það hefði verið miklu flóknara, já og erfiðara, að ég hygg. Mitt fólk hafði farið yfir það, en ég er ekki með það á takteinunum, það hefði orðið miklu flóknara og erfiðara og þurfti mikinn mannskap."
Tengdar fréttir Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58 Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09 Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25 Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46
Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58
Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09
Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25
Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58