Erlent

Gera dauðaleit að þriggja ára dreng

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mikaeel Kular sást seinast í rúmi sínu í gærkvöldi.
Mikaeel Kular sást seinast í rúmi sínu í gærkvöldi. AFP
Lögregluyfirvöld á Bretlandi gera nú dauðaleit að þriggja ára dreng sem hvarf af heimili sínu í gærkvöldi. Drengurinn sást seinast í rúmi sínu á heimili fjölskyldu sinnar í Ferry Gait Crescent í Edinborg um níuleytið í gærkvöldi. Hvarf hans uppgötvaðist í morgun þegar móðir hans fór á fætur. Drengurinn heitir Mikaeel Kular.

Skór og jakki drengsins fundust ekki á heimilinu og lögreglan kannar möguleikann á því að hann hafi farið út af sjálfsdáðum.

„Þetta hlýtur að vera hræðilegt. Ég er móðir sjálf og ég get ekki ímyndað mér hvernig mér myndi líða ef litli drengurinn minn myndi týnast," segir Liz Mcainsh hjá skosku lögreglunni. Hún segir ekkert benda til þess að svo stöddu að hvarf drengsins hafi borið að með saknæmum hætti, en hún segir þó að ekkert sé útilokað í málinu.

„Við erum að veita henni alla þá hjálp sem við getum í gegnum þessa lífsreynslu og að reyna eins og við getum með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum óhultum," segir Liz.

Fjöldi lögreglumanna og leitarhunda leita í nágrenni heimilisins og nágrannar drengins og aðrir sjálfboðaliðar hafa aðstoðað við leitina

Lögreglan hefur óskað eftir því að íbúar Edinborg svipist eftir drengnum í görðum sínum og heimilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×