Erlent

McAlpine látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
McAlpine er látinn 71 árs að aldri.
McAlpine er látinn 71 árs að aldri. nordicphotos/getty
McAlpine lávarður, fyrrverandi varaformaður breska Íhaldsflokksins, lést í morgun 71 árs að aldri.

McAlpine var á sínum tíma einn helsti ráðgjafi Margaretar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.

Fyrir tveimur árum kom fram í þættinum Newsnight að McAlpine hefði verið viðloðandi kynferðisbrotamál á upptökuheimili í Wales á áttunda áratugnum en síðar kom í ljós að enginn rök voru fyrir þeim ásökunum. George Entwistle, forstjóri BBC, sagði í kjölfarið upp störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×