Erlent

Áhættufíkillinn James Kingston slær öll met

Stefán Árni Pálsson skrifar
James Kingston er enginn venjulegur maður.
James Kingston er enginn venjulegur maður. mynd/mustang-wanted.com
James Kingston eða Mustang Wanted eins og hann kallar sig er enginn venjulegur maður en hann stundar það að ferðast um heiminn og klifra upp hæstu mannvirki jarðarinnar, án hjálpartækja.

Að auki hefur hann tekið upp á því að hanga af 115 metra brú og gengur jafnvel á járnsúlum í gríðarlegri hæð, allt án aðstoðar.

Þessi magnaði Englendingur er 23 ára og býr heima hjá móður sinni í Southampton. 

Hann eyðir sínum frítíma í að klifra upp byggingarkrana, háhýsi eða útvarpsmöstur.

Í nýrri heimildarmynd eftir James Kingston má sjá þessi ótrúlegu tilþrif en stikla úr myndinni er hægt að horfa á hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×